Menntabúðir á netinu! #fjarmenntabudir
Vertu með í að styðja við og læra með kollegum þínum hvar sem er á landinu!
Upptökur frá menntabúðunum 7. maí eru aðgengilegar hér.
Við hvetjum þátttakendur þann 7. maí til að svara örstuttri könnun um upplifun sína!
Kennarar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Kennaradeild Háskólans á Akureyri hafa staðið að fjarmenntabúðum vorið 2020. Þær eru fyrir kennara, stjórnendur og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi. Menntabúðirnar eru haldnar í samvinnu við Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar, Menntamálastofnun, Kennarasamband Íslands, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Menntamiðju.
Kennarar, stjórnendur og starfsfólk í frístundastarfi um allt land hafa undanfarnar vikur þróað og breytt fyrirkomulagi náms, kennslu og frístundastarfs fyrir nemendur, börn og ungmenni.
Menntabúðir eru jafningjavettvangur skólafólks og starfsfólks í frístundastarfi
Í menntabúðum gefst tækifæri til að miðla tilraunum og lausnum og læra hvert af öðru á netinu í rauntíma. Áhersla menntabúðanna er á nýjar lausnir í námi, kennslu og frístundastarfi, við þær óvenjulegu aðstæður sem nú eru uppi í lærdómsumhverfi barna og ungmenna.
Allar upplýsingar um dagskrá og þátttöku menntabúða 7. maí eru hér
Áhersla menntabúðanna er á lausnir og leiðir með notkun upplýsingatækni, fjar- og netkennslu eða notkun upplýsingatækni í námi og samskiptum í frístundastarfi.
Hver vefstofa er um 30 mínútna löng og gæti verið sýnikennsla, kynning á aðferð eða hugmynd eða umræður um ákveðna áskorun, viðfangsefni eða lausn. Til dæmis má ræða app, þjónustu, verkefni eða aðferð sem reynst hefur vel með nemendum, börnum eða ungmennum og vilji er fyrir að deila og skapa umræðu um.
Þátttaka er öllum opin án skráningar – aðeins þarf að opna endanlega dagskrá á viðkomandi degi og velja sér vefstofu að vild. Þátttakendur geta verið með í allri dagskránni eða hluta hennar. Fólk er hvatt til þess að tjá sig um viðburðina á Twitter (#fjarmenntabudir, #menntaspjall, #komduadkenna) og öðrum samfélagsmiðlum.
Menntabúðirnar fara fram í opnum aðgangi á ZOOM (Zoom-leiðbeiningar hér).
Frjóir fimmtudagar vorið 2020: Dagskrá
Fimmtudagur 26. mars, kl. 15:00-17:30 (24 framlög, 200+ gestir)
Fimmtudagur 16. apríl, kl. 15:00-16:50 (15 framlög, 150+ gestir)
Fimmtudagur 7. maí, kl. 15:00-16:30+ (12 framlög, 50+ gestir)
Nánari upplýsingar um Frjóa fimmtudaga veita Sólveig Jakobsdóttir, Sólveig Zophoníasdóttir og Hróbjartur Árnason.
Fylgstu með umræðunni um Frjóa fimmtudaga og fjarmenntabúðir á Twitter
#fjarmenntabudir
[fetch_tweets id=“980″]