Bakhjarlar Menntavísindasviðs Háskóla Íslands eru til staðar!

Foreldrar, fjölskyldur og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi geta leitað til þeirra um ráðgjöf og stuðning vegna margvíslegra og óvæntra verkefna, vegna þeirra aðstæðna sem uppi eru í samfélaginu. Ráðgjöf getur verið við einstaklinga, fjölskyldur, skóla og stofnanir í skóla- og frístundasamfélaginu eða stjórnvöld. Verkefnin geta falið í sér þróun lausna, þátttöku í endurskipulagningu, upplýsingasöfnun, þýðingar og margt fleira.

Hægt er að óska eftir ráðgjöf eða stuðningi vegna viðfangsefna sem ekki eru á yfirlitinu hér að neðan og við reynum að koma til móts við þær óskir. Það má líka senda einfaldar fyrirspurnir og við reynum að svara sem fyrst.

Sendið okkur línu á esteryj (hja) hi.is

Fyrir fjölskyldur, börn og foreldra

Félags- og tilfinningafærni, heimspeki, jákvæð sálfræði og núvitund, leikir og leiklist, listgreinar, sálfræði, stærðfræðinám, tengsl heimila og skóla, tónlistarforit á vef fyrir börn, tölvuleikir og ráðgjöf og stuðningur sem snertir velferð fjölskyldunnar í víðum skilningi.

Heimilin og háskólinn er viðburðaröð sem Menntavísindasvið Háskóla Íslands í samstarfi við Heimili og skóla standa að. Þar mun fræðifólk Menntavísindasviðs ásamt góðum gestum úr samfélaginu fjalla um ýmsar hliðar fjölskyldulífsins á þeim óvenjulegum tímum sem við lifum: Stuðning við nám barna og ungmenna, uppeldi og samskipti, tengsl heimila og skóla, ólíkar námsgreinar, leik og upplifun, frítíma og rútínu, svefn og heilsu, bugun og bjartsýni.

Fyrir leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og stofnanir á vettvangi frítímans

Félags- og tilfinningafærni, fjarkennsla, fjölmenning og fjöltyngd börn, forritun, heimspeki, jákvæð sálfræði og núvitund, kennslufræði- tækni og skipulagning, leikir og leiklist, leikskólastarf/leikskólakennarinn, listgreinar, lýðræði, margmiðlun, námsmat og hæfniviðmið, nemendastýrð foreldraviðtöl, skólasálfræði, sjálfbærni, skóli án aðgreiningar, margbreytilegir barnahópar og leiðir til þátttöku, starfstengd leiðsögn, stjórnun og starfsþróun, stuðningur og ráðgjöf við ýmsa þætti félags- og tilfinningalegs eðlis, stærðfræðinám- og kennsla á grunnskólastigi, tengsl heimila og skóla, tónlistarforit á vef fyrir börn, tungumálakennsla, tölvuleikir, upplýsingaleit og skrif, vefgerð, vinnsla gagna, þýðingar enska-íslenska og stuðningur sem snertir velferð barna og unglinga í víðum skilningi.

Frjóir fimmtudagar – Fjarmenntabúðir er viðburðaröð fyrir skólafólk sem starfsfólk við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Kennaradeild Háskólans á Akureyri standa að í samvinnu við Nýsköpunarmiðju menntamála við Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar, Menntamálastofnun, Kennarasamband Íslands, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Menntamiðju.

Að styrkja ræturnar – Hlúð að líðan er fræðsla þar sem þær Bryndís Jóna Jónsdóttir og Bergljót Gyða Guðmundsdóttir fjölluðu um hagnýtar leiðir til að hlúa að eigin líðan og líðan barna. Fræðslan var í samvinnu við Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar.

Fyrir háskólaumhverfið

Háskólakennsla í fjarumhverfi, kennslufræði- tækni og skipulagning, upplýsingaleit og skrif, vinnsla gagna og þýðingar enska-íslenska.