Förum út að læra og leika
Þau Jakob Frímann Þorsteinsson, aðjunkt og Ingileif Ástvaldsdóttir, aðjunkt fóru bókstaflega um víðan völl á fjórða fræðaslufundinum – Förum út að læra og leika.
Upptöku á fundinum má finna hér.
Jakob fór yfir ýmislegt tengt útiveru og óformlegu námi og mikilvægi þess að foreldrar væru fyrirmyndir barna sinna þegar kemur að því að fara út. Dóttir hans Þórdís slóst í lið með honum og vakti athygli okkar á sjónarhorni unglinga og ungmenna. Ekki mætti gleyma því að þó þeir virkuðu oft neikvæðir í garð þess að gera eitthvað utandyra, eða innandyra, með fjölskyldum sínum, þá væri það oftast svo þegar á hólminn væri komið að þeir skemmtu sér vel. Þórdís impraði á mikilvægi þess að foreldrar hlusti á unglingana og leyfðu þeim að ráða.
Hún stakk upp á því að öðru hverju fengju börn og unglingar algjörlega frjálsar hendur með dagskrá fjölksyldunnar – þetta er þitt kvöld, þú mátt ráða! Hún mælti líka með því að foreldrar spöruðu að biðja sjálfir um að unglingar pössuðu yngri systkini sín – því að 90% meiri líkur væru á því að unglingar myndu vilja gera eitthvað skemmtilegt með yngri systkinum ef bónin kæmi frá þeim yngri sjálfum! Önnur hugmynd, nú þegar margir eru að nýta sér heimsendan mat, að dúka borð, fara í spariföt og þykjast vera úti að borða – heima við.
Ingileif tók við og fór yfir mikilvægi þess að líta á þetta tímabil sem tímabil lífsleikni, fjölskyldur, börn, foreldrar, ömmur og afar – allir væru að læra eitthvað nýtt. Að skapa nýja rútínu þegar skóla- og frístundastarf er með skertum hætti er heilmikill lærdómur. Að halda fjölskyldufundi með öllum við borðið, þar sem raddir allra heyrast, er mikill lærdómur í lífsleikni og lýðræði. Það er mikilvægt að ætla sér ekki um of, nýja rútínan þarf ekki og á ekki að vera flókin. Gott væri að spyrja börn, og leyfa þeim að ígrunda og pæla í:
- Hvað verð ég að gera?
- Hvað langar mig að gera?
- Hvað get ég gert?
Í þessum pælingum felist heilmikill lærdómur, þetta þarf líka að endurhugsa reglulega, eftir því hvernig aðstæður í samfélaginu breytast, það má efast, hugsa upp á nýtt.
Rætt var um þær hugmyndir sem hafa verið ræddar að lengja bæri skólaárið, í ljósi þess að skólahald hefur verið skert. Þátttakendur sammála um að það fer heilmikið nám fram um þessar mundir, þó formlegt skólahald sé skert. Ekki mætti vanmeta gildi þess að læra með nýju sniði, tileinka sér tækni, læra ný samskiptaviðmið, ræða saman og verja meiri tíma með fjölskyldunni, spila úr aðstæðum, finna til söknuðar, læra að ekki er allt gefið. Nú er stórt tækifæri til staðar til að víkka út hugmyndir okkar um nám!
Með kveðju frá þeim Kobba og Ingileifu
Snúbrauð(4 pítsabotnar eða snúbrauð f. 10)
|
Vanda sýnir snúbrauðsgerð yfir eldi úti í garði |
Comments are closed.