Heimilin og háskólinn – Fræðsla fyrir foreldra
Menntavísindasvið í samstarfi við Heimili og skóla ýtir úr vör fyrirlestraröð á ZOOM fyrir foreldra. Foreldrafræðslan heitir Heimilin og háskólinn og þar mun fræðifólk Menntavísindasviðs ásamt góðum gestum úr samfélaginu fjalla um ýmsar hliðar fjölskyldulífsins á þeim óvenjulegum tímum sem við lifum: Stuðning við nám barna og ungmenna, uppeldi og samskipti, tengsl heimila og skóla, ólíkar námsgreinar, leik og upplifun, frítíma og rútínu, svefn og heilsu, bugun og bjartsýni.
Foreldrafræðslan er í opnum aðgangi á ZOOM, virka daga kl. 15:00-15:45. Foreldrar geta sent inn spurningar jafnóðum til þeirra sem fræða í hvert skipti. Allir nettengdir foreldrar geta fylgst með en hlaða þarf niður ZOOM forritinu áður. Neðst á síðunni eru hlekkir á leiðbeiningar.
Hlekkurinn á ZOOM-rýmið er https://eu01web.zoom.us/my/laera
Dagskrá er birt hér á síðunni og á Facebook síðum Menntavísindasviðs og Heimilis og skóla.
Dagskrá fundaraðarinnar Heimilin og háskólinn
FRAMUNDAN!
Fundaröðin verður í fríi fram yfir sumarleyfi.
UPPTÖKUR OG YFIRLIT ELDRI FYRIRLESTRA
Miðvikudagur 27. maí kl. 15.00-15.45
– Einelti: Leiðir og lausnir [Upptaka, tenglar og hollráð]
Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði ræðir um hennar hjartans mál: Einelti. Megin áherslur eru á nýjar hugmyndir, rannsóknir og pælingar, sem og að gefa foreldrum og fagfólki sem vinnur með börnum góð ráð.
Þriðjudagur 12. maí kl. 15.00-15.45
– Hver er ég sem kynvera? [Upptaka, tenglar og hollráð]
Sigga Dögg kynfræðingur og Sigurður Sigurðsson verkefnastjóri hjá SAFT fjalla um það hvernig foreldrar geta rætt við unglinga um sambönd, tilfinningar, mörk og kynlíf.
Þriðjudagur 5. maí kl. 15.00-15.45
– Skapandi hugsun og heimspekileg umræða hjá ungum börnum [Upptaka, tenglar og hollráð]
Ólafur Páll Jónsson prófessor og Björn Rúnar Egilsson doktorsnemi.
Fimmtudagur 30. apríl kl. 15.00-15.45
– Hvaða áhrif hafði samkomubannið á fjölskylduna mína? [Upptaka, tenglar og hollráð]
Pála Margrét Gunnarsdóttir og Aldís Auðbjörg Garðarsdóttir ætla að ræða samveru og hamingju fjölskyldna í samkomubanni. Pála Margrét er aðjunkt við Menntavísindasvið og MA í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf og Aldís Auðbjörg Garðarsdóttir er meistaranemi í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf og MA í áhættuhegðun og forvörnum.
Miðvikudagur 29. apríl kl. 15.00-15.45
– Heimastærðfræði – Hvað er gagnlegt að gera? [Upptaka, tenglar og hollráð]
Guðbjörg Pálsdóttir dósent í stærðfræðimenntun og Margrét Sigríður Björnsdóttir aðjunkt ræða stuðning sem foreldrar geta veitt börnum og unglingum sínum í stærðfræðináminu. Þær segja frá leiðum og viðfangsefnum sem geta nýst nemendum, foreldrum þeirra og forráðamönnum í leik og starfi.
Miðvikudagur 22. apríl kl. 15.00-15.45
– Meðvituð samskipti [Upptaka, tenglar og hollráð]
Helena Rut Sigurðardóttir, MA í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf og Rakel Guðbjörnsdóttir, MA í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.
Þriðjudagur 21. apríl kl. 15.00-15.45
– Language learning during COVID-19 times [Recording / Nagranie / Upptaka and useful links and slides!]
Fræðslufyrirlesturinn fór fram á ensku – this session was held in English.
Renata Emilsson Peskova, Kriselle Suson Jónsdóttir og Magdalena Elísabet Andrésdóttir fjalla um skóla, heimanám og tungumálanám og foreldrar af erlendum uppruna eru sérstaklega hvattir til að hlusta og senda inn spurningar.
Miðvikudagur 15. apríl kl. 15.00-15.45
– Tökum til í svefnvenjunum! [Upptaka, tenglar og hollráð]
Erlingur Jóhannsson prófessor og Rúna Sif Stefánsdóttir úr Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda ætla að fjalla um svefn og heilsutengda þætti.
Þriðjudagur 14. apríl kl. 15.00-15.45
– Að hvetja framhaldsskólanemann af stað eftir páskafrí: Áskoranir og leiðir fyrir foreldra [Upptaka, tenglar og hollráð]
Guðrún Ragnarsdóttir lektor og Súsanna Margrét Gestsdóttir aðjunkt hafa áratuga reynslu af skólastarfi í framhaldsskólum.
Miðvikudagur 8. apríl kl. 15.00-15.45
– Förum út að læra og leika [Upptaka, tenglar og hollráð]
Jakob Frímann Þorsteinsson, aðjunkt og Ingileif Ástvaldsdóttir, aðjunkt. Hér verða óvænt atriði á hverju strái og umræðan mun fara bókstaflega út um víðan völl!
Þriðjudagur 7. apríl kl. 15.00-15.45
– Upplifum saman – að samræma vinnuna heima og samveru með leikskólabarni [Upptaka, tenglar og hollráð]
Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir, lektor í leikskólafræðum og Svava Björg Mörk, aðjunkt. Ingibjörg Ósk og Svava eru með hlaðvarpið LÍMÓNUTRÉÐ þar sem fjallað er um leikskólamál.
Mánudagur 6. apríl kl. 15.00-15.45
– Hollráð til foreldra um þeirra líðan og geðheilsu [Upptaka, tenglar og hollráð]
Bergljót Gyða Guðmundsdóttir, aðjunkt og sálfræðingur og Helga Theódóra Jónasdóttir, sálfræðingur hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og stundakennari við Menntavísindasvið.
Föstudagur 3. apríl, kl. 15.00-15.45
– Tengsl heimila og skóla – tækifæri eða tjúlluð togstreita! [Upptaka, tenglar og hollráð]
Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla og Kristín Jónsdóttir lektor í kennslu- og menntunarfræði.
Leiðbeiningar fyrir uppsetningu á Zoom: https://kennslumidstod.hi.is/fraedsluefni/fjarfundir-og-netspjall/zoom/
Hlekkurinn á ZOOM-rýmið er https://eu01web.zoom.us/my/laera