Hagnýtar leiðir til að hlúa að eigin líðan og líðan barna á tímum C19

Veffræðsla haldin í samvinnu Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Menntavísindasviðs HÍ        

Hvað: Veffræðsla í 40 mínútur samræður í 20 mínútur.

Hvenær og hvar: Mánudaginn  11. maí kl. 15:00-16:00 á zoom.

Fyrir hverja: kennara og annað starfsfólk í skóla og frístundastarfi.

Í þessari stuttu veffræðslu verður farið yfir ýmis hagnýt ráð til að stuðla að velferð í skóla- og frístundastarfi á þessum krefjandi tímum.  Fjallað verður um leiðir sem hafa jákvæð áhrif á vellíðan, jafnvægi og sjálfstiltrú bæði starfsfólks og nemenda m.a. annars út frá núvitund og samkennd. Gerðar verða æfingar í bland við fræðslu og þátttakendum gefst færi á að spyrja og taka þátt á gagnvirkan máta. Vísað verður til hagnýtra leiða og efnis sem hægt er að nota bæði fyrir börn og fullorðna.

Um fræðsluna sjá þær Bergljót Gyða Guðmundsdóttir, aðjunkt og sálfræðingur og Bryndís Jóna Jónsdóttir, aðjunkt og núvitundarkennari, sem báðar starfa á Menntavísindasviði HÍ.

Fundurinn fer fram á Zoom hér á þessum hlekk.

Leiðbeiningar um notkun Zoom er að finna hér.