Upplifum saman – að samræma vinnuna heima og samveru með leikskólabarni

Þær Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir, lektor í leikskólafræðum og Svava Björg Mörk, aðjunkt ræddu ýmsar hliðar leiks ungra barna á þriðja fræðslufundi fundaraðarinnar. Yfirskrift fundarins var Upplifum saman – að samræma vinnuna heima og samveru með leikskólabarni.

Upptöku á fundinum má finna hér.

Fjölmargar hugmyndir um leiki barna og með börnum komu fram á fundinum.

Ábendingar og tenglar frá þátttakendum

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá dýragörðum víðsvegar um heiminn. Ef slegin eru inn leitarorðin „webcam“/„life cam“ og „zoo“ koma ýmsir tenglar upp, líkt og þessir:

Til að samræma leiki yngri og eldri leikskólabarna má hafa leikinn miserfiðan fyrir þau, t.d. að þau yngri leiti eftir hlutum í ákveðnum lit á meðan þau eldri leiti eftir hlut sem byrjar á ákveðnum bókstaf. Hafa leikina þannig að kröfurnar séu meiri á eldra barnið en það yngra. Eldra barnið er hægt að setja í hlutverk „þess eldra“ þar sem það fær að sýna og kenna því yngra í leiknum.

Um að gera að nota tæknina og leyfa börnum að hittast á skjánum og leika saman í rauntíma. Þau geta alveg farið í „minns og þinns“ í gegnum skjáinn.

Með kveðju frá þeim Ingibjörgu og Svövu

Ingibjörg Ósk og Svava eru með hlaðvarpið LÍMÓNUTRÉÐ þar sem fjallað er um leikskólamál. Í einum þáttanna ræddu þær við Söru Margréti Ólafsdóttur, lektor við deild kennslu- og menntunarfræði á Menntavísindasviði Háskóla Íslands um sýn barna á leik.

Hér eru tenglar á nokkrar gagnlegar síður:

Að lokum bentu þær stöllur á þýdda grein sem Steve Wiens, rithöfundur, prestur og faðir, skrifaði. Greinin heitir Skilaboð til foreldra ungra barna – „Ég ætla að segja það sem allir vilja segja, upphátt!“. Á ensku heitir greinin To parents of small children: Let me be the one who says it out loud. Greinin birtist fyrst á blogginu „The actual Pastor“ og hefur vakið mikla athygli en í henni ræðir Steve ýmis atriði sem flestir ef ekki allir foreldrar kannast við og hafa hugsað einhvern tímann.