Tengsl heimila og skóla – tækifæri eða tjúlluð togstreita!

Þær Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla og Kristín Jónsdóttir lektor í kennslu- og menntunarfræði tóku af skarið reifuðu málin á fyrsta fræðslufundinum sem bar yfirskriftina Tengsl heimila og skóla – tækifæri eða tjúlluð togstreita!

Upptöku á fundinum má finna hér.

Góð þátttaka var á fyrsta fræðlsufundinum.

Ábendingar og tenglar frá þátttakendum

Þegar kemur að því að skapa ró og ramma þarf að huga vel að því að fjölskyldur og börn eru ólík og það er mismunandi hvað virkar hverjum. Hægt að gera ýmislegt saman, lesa góða bók, hlusta á upplestur, gott að geta bakað eða eldað saman, gert við eitthvað sem er bilað, hringt í afa og ömmu svo fátt eitt sé nefnt. Ekki gleyma að spila og hafa gaman. Munum að svefn, hreyfing og næring er mikilvæg undirstaða.

Í tengslum við kerfi og tæknina þá er hér gagnleg handbók á íslensku og upplýsingar til foreldra um google kerfið. Foreldrabréfið í upphafi er á íslensku, ensku og pólsku.

Spurt var um heilræði og hvernig hægt sé að vinna með systkini – sem gæta verið bæði truflun og stuðningur. Fram kom að mikilvægt er að skapa hverju barni tækifæri fyrir ró og næði og tíma eitt og sér með foreldri.

Hvernig geta foreldrar lagt sitt af mörkum varðandi ólíka félagslega stöðu nemenda? Bent var á góðar upplýsingar fyrir sem geta nýst öllum þó þær séu sérstaklega skrifaðar fyrir einhverft fólk Supporting Individuals with Autism through Uncertain Times sem er að finna á síðunni Distance learning for Special education. Margt áhugavert þar að finna.

Minnt var á mikilvægi þess að spjalla við börnin um Covid ef þau eru að spyrja. Upplýsingar eru til góða og þau heyra ýmsar rangfærslur annars staðar. Bent var á upplýsingar fyri börn og ungmenni hjá Landlækni og slóð á einfalda rafræna og myndræna bók á íslensku og fleiri tungumálum um kórónuveiruna.

Börn og unglingar geta átt í samskiptum í gegnum ýmis öpp. Og hér eru að lokum hugmyndir að samverustundum með fjölskyldunni á veirutímum.

Alla þessa tengla sem eru hér fyrir ofan og fleiri til er að finna á síðunni hagnýtir tenglar.

Með kveðju frá þeim Kristínu og Hrefnu

Kristín og Hrefna bentu á eftirfarandi vefslóðir að góðu efni:

Á níu tungumálum er vefurinn covid.is.

Tími til að lesa.

Fimm ráð til foreldra á tímum heimsfaraldurs.

Five tips for parents in the time of pandemic.

Dagur einhverfu 2020 – í miðju kófinu.

Að lokum vekja þær athygli á íslenskum listamönnum sem eru svo rausnarlegir og opna dyr og glugga. Tónleikar bjóðast í beinni útsendingu daglega, nýjustu lögunum er streymt strax, upptökur af leiksýningum eru daglega á RÚV, Óperan opnar gullkistuna, spriklandi ferskar smásögur og ljóð birtast hjá forlögum og á samfélagsmiðlum. Njótum þessa með börnum og unglingum því aðgangur að listflutningi og listaverkum hefur margfaldast á síðustu dögum, þökk sé listafólkinu okkar.