Tónmennt og sköpun – heima og á vef
Höfundur er Helga Rut Guðmundsdóttir, prófessor í tónlistarfræðum.
Það er mikilvægt að hlúa að öllum þáttum náms og gott að hafa fjölbreytt verkefni við hendina sem reyna á margvíslega hæfni.
Nú þurfa mörg börn að verja meiri tíma heima við og því tilvalið að nýta allar leiðir til þess að efla sköpunarhæfileikana á skemmtilegan hátt.
Einnig hafa margir bekkjarkennarar tekið við hlutverki tónmenntakennara og gætu þegið aðstoð með viðeigandi verkefni sem uppfylla hæfniviðmið aðalnámskrár í tónmennt.
Til þess að bregðast við þessu hefur verið búinn til vefur: https://sites.google.com/view/tonmennt/home
Þarna er að finna áhugaverð tónsköpunarverkefni sem nýta ókeypis tónlistarforrit á vef. Hluti af þeim var saminn af B.Ed. nema í tónmennt sem gat ekki lokið vettvangsnámi sínu í tónmennt vegna þess að vettvangsskólanum hans var lokað vega faraldursins. Verkefnin voru því aðlöguð og sett á þennan vef í staðinn.
Einnig bendum við á nokkur skemmtileg tónlistar-öpp sem eru ókeypis og hafa þroskandi gildi og efla sköpun en eru auk þess skemmtileg viðureignar.
Að lokum bendum við á uppskriftir að nokkrum afar skemmtilegum hljóðtilraunum sem hægt er að gera í eldhúsinu heima hjá sér. Þær opna augun fyrir töfrum sem felast í eðli hljóða og tóna. http://skrif.hi.is/tonmennt/hljodtilraunir/
Þessi verkefni ásamt ýmsu öðru nytsamlegu kennsluefni í tónmennt má finna á vefnum: http://skrif.hi.is/tonmennt/
Fyrir allra minnstu börnin má benda á tónlistina úr Vísnagull -vísur og þulur fyrir börn í fangi sem nú er aðgengileg á Spotify: https://open.spotify.com/playlist/23GVglIfATAw4syN9gTLin